RÚV07:16Tölukubbar(Numberblocks)Lærið um tölustafina með Tölukubbunum! e.
07:21Kúlugúbbarnir(Bubble Guppies III)Krúttlegir teiknimyndaþættir um litla hafbúa sem eru saman í bekk og elska að syngja og dansa. Kennarinn þeirra er hress gullfiskur sem kennir þeim ýmislegt um lífið og tilveruna.
07:45Mói(Mouk)Fallegir þættir um litla björninn Móa sem ferðast um allan heiminn á hjólinu sínu.
07:56Elías(Den lille redningsskøyta Elias)Elías er ungur og áhugasamur björgunarbátur. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
08:07Rán og Sævar(Pirata & Capitano)Fjörugir þættir um sjóræningjastelpuna Rán og Sævar sem flýgur sinni eigin sjóflugvél.
08:18Kalli og Lóa(Charlie & Lola III)Kalli og Lóa eru hress systkini sem kunna svo sannarlega að bralla ýmislegt. e.
08:30Hæ Sámur(Hey Duggee)Vinalegi hundurinn Sámur hvetur börn til þess að kanna umhverfi sitt og takast á við verkefni í sameiningu. e.
08:37Sjóræningjarnir í næsta húsi(The Pirates Next Door)Hressir teiknimyndaþættir um ævintýri sjóræningjanna í Daufhöfn og Matthildi vinkonu þeirra. Byggðir á samnefndum bókum í þýðingu Braga Valdimars Skúlasonar.
08:48Eðlukrúttin(Dinopaws)Ólíku eðlukrúttin Bubbi, Gunna og Tobbi eru fjörugir og skemmtilegir vinir sem búa í ævintýraheimi þar sem ekkert er ómögulegt. e.
08:59Múmínálfarnir(Moominvalley II)Ástsælu Múmínálfarnir sem allir þekkja úr smiðju Tove Janson mæta aftur og lenda í fleiri skemmtilegum ævintýrum. e.
09:21Hvolpasveitin(Paw Patrol VII)Hvolparnir síkátu halda áfram ævintýrum sínum og hafa aldrei verið hressari. e.
09:43Rán - Rún(Tish - Tash)Rán er ung og hress stelpa sem styttir sér stundir með ímynduðu vinkonu sinni. En hún Rún virðist raunverulegri en flestir. e.
09:48Stuðboltarnir(Go Jetters III)Stuðboltarnir í þotuakademíunni, Súla, Kiddi, Lars og Fúsi, fara á heimshornaflakk til að bjarga þekktum kennileitum frá Galla-Grími. e.
10:00Með okkar augumTólfta þáttaröð þessara margverðlaunuðu þátta sem vakið hafa athygli fyrir nýstárleg og frumleg efnistök. Fólk með þroskahömlun vinnur þættina með fagfólki í sjónvarpsgerð og miðlar þannig fjölbreytileika íslensks samfélags. Umsjón: Andri Freyr Hilmarsson, Ásgeir Tómas Arnarson, Elva Björg Gunnarsdóttir, Katrín Guðrún Tryggvadóttir, Magnús Orri Arnarson og Steinunn Ása Þorvaldsdóttir. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir. e.
10:30Tæknin allt um kring(Tann valdsmikla tøknin)Færeysk heimildarmynd um nútímatækni. Tölvur, farsímar og spjaldtölvur hafa umbreytt lífi okkar og tilveru og haft áhrif á hvernig við verjum tíma okkar saman. Uppeldi, skólastarf og atvinnulíf tekur sífelldum breytingum og margir vita ekki hvort þeir eiga að lofsama þessa nýju þróun eða hræðast hana. e.
11:15Keramik af kærleika(Dreja - en kärlekshistoria)Sænskir þættir um keramikgerð þar sem Ika Johannesson ræðir við fólk sem hefur lagt fyrir sig keramiklist og kynnist ýmsum aðferðum við að búa til muni úr leir. e.
11:45Óskalög Norðmanna(Önskekonsert med Kork)Útitónleikar með hljómsveit norska ríkissjónvarpsins sem leikur þekkta kvikmyndatónlist, tónlist úr söngleikjum og klassískar perlur. e.
12:55Fiskilíf(Fiskeliv)Sænskir þættir um fiskveiðar. Þáttastjórnendurnir Emilie Björkman og Martin Falklind ferðast um Svíþjóð, hitta fiskveiðiáhugamenn, stunda veiðar og gefa góð ráð. e.
13:25Leyndardómar húðarinnar(Secrets of Skin)Náttúrulífsþættir frá BBC um húðina og öll fjölbreyttu form hennar. Þróun þessa stóra líffæris er rannsökuð. Húð hefur þróast með ýmsum hætti og gegnir fjölbreyttum hlutverkum. Þessi fjölbreytileiki hefur gert hryggdýrum kleift að dafna á öllum svæðum jarðar. Meðal annars er skoðað hvernig húð og skinn hefur þróast og orðið að vopni í formi beittra kvista, brynja og eiturs. e.
13:55Tónatal(Valgeir Guðjónsson)Matthías Már Magnússon tekur á móti tónlistarfólki sem veitir innsýn í líf sitt og flytur nokkur af vinsælustu lögunum sínum í bland við nýjar ábreiður. Í þáttunum fá áhorfendur að sjá nýjar hliðar á mörgu af áhugaverðasta tónlistarfólki landsins. e.
14:55Fornar borgir: Undir yfirborðinu - Kaíró(Ancient Invisible Cites)Heimildarþáttaröð frá BBC í þremur þáttum þar sem Michael Scott rannsakar leyndardóma þriggja mögnuðustu stórborga fornaldar; Kaíró, Aþenu og Istanbúl. Með aðstoð þrívíddarskanna skoðar hann merkustu mannvirki og byggingar borganna frá áður óséðum sjónarhornum. e.
15:45Popp- og rokksaga Íslands(Ekkert vex af engu)Einstök heimildarþáttaröð þar sem farið yfir sögu og þróun rokk- og popptónlistar á Íslandi. Í þáttunum hittum við söngvara, lagahöfunda, upptökustjóra og aðra sem hafa sett svip sinn á blómlegt tónlistarlíf Íslendinga í gegnum tíðina. Dagskrárgerð: Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson í samvinnu við Dr. Gunna. e.
16:45Söngur KanemuÍslensk heimildarmynd um leit Ernu Kanemu að söngvum frá Sambíu, heimalandi föður síns. Hún ferðast til Sambíu í von um að komast í snertingu við uppruna sinn og öðlast skilning á tónlistarhefð forfeðra sinna. Dagskrárgerð og framleiðsla: Anna Þóra Steinþórsdóttir. e.
18:01Holly Hobbie(Holly Hobbie)Holly er 13 ára stelpa sem syngur og semur sín eigin lög. Hún er umkringd vinum og fjölskyldu en dreymir um að bjarga heiminum. Þó hún þurfi að byrja í garðinum sínum. e.
18:25Basl er búskapur(Bonderøven)Danskir þættir um ungt par sem vill einfalda líf sitt og hefur búskap. e.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:45Akureyrarvaka 2022Samantekt frá Akureyrarvöku sem haldin er árlega síðustu helgina í ágúst í tilefni afmælis Akureyrarbæjar.
20:10Náttúran mín(Dalatangi)Íslensk heimildarþáttaröð í fjórum þáttum. Þótt meirihluti landsmanna búi í þéttbýli býr sumt fólk á stöðum þar sem náttúran hefur meiri áhrif á líf þess en gengur og gerist. Í þessari þáttaröð greinir fólk frá ýmsum stöðum á landinu frá ástríðu sinni fyrir því, hvers vegna það kýs að búa utan þéttbýlis og hvað veldur því að það vill hvergi annars staðar búa. Dagskrárgerð: Magnús Atli Magnússon og Lára Ómarsdóttir.
20:40Öldin hennarHeimildamynd í þremur hlutum sem framleidd var í tilefni af því þegar hundrað ár voru liðin frá því konur hlutu kosningarétt. Í þáttunum er stiklað á stóru um sögu íslenskra kvenna, baráttu þeirra fyrir samfélagslegu jafnrétti og varpar ljósi kvennapólitík í sínum víðasta skilningi. Leikstjórn: Hrafnhildur Gunnarsdóttir.
21:45Þetta verður vont(This Is Going to Hurt)Dramatískir gamanþættir frá BBC. Lífið getur verið strembið fyrir unglækna á fæðingardeild á erilsömu sjúkrahúsi í London. Þeir reyna að samræma einkalífið og vinnuna þar sem stutt er milli hláturs og gráts. Aðalhlutverk: Ben Whishaw, Ambika Mod og Rory Fleck Byrne. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
22:30Yuli - Sagan af Carlos Acosta(Yuli: The Carlos Acosta Story)Sannsöguleg kvikmynd frá 2018 um ævi og feril kúbverska dansarans Carlos Acosta, sem var fyrsti svarti dansarinn til að dansa í mörgum af mikilvægustu hlutverkum ballettheimsins. Carlos ólst upp í Havana og var sendur í ballettskóla af föður sínum, gegn sínum eigin vilja. Leikstjóri: Icíar Bollaín. Aðalhlutverk: Carlos Acosta, Santiago Alfonso, Keyvin Martínez og Edilson Manuel Olbera Núñez. e.
00:20Ísland: bíóland(Íslenska kvikmyndasumarið)Þáttaröð í tíu hlutum um íslenskar kvikmyndir allt frá fyrri hluta 20. aldar til samtímans. Í hverjum þætti er ákveðið tímabil tekið fyrir, fjallað um kvikmyndir þess tímabils og sýndir valdir hlutar úr þeim. Rætt er við á annað hundrað kvikmyndagerðarmenn, leikara og kvikmyndasérfræðinga um verkin og margvíslega fleti íslenskrar kvikmyndagerðar. Leikstjóri: Ásgrímur Sverrisson. e.
01:20Förum á EMEM kvenna í fótbolta fer fram á Englandi í júlí og þar verður íslenska landsliðið - stelpurnar okkar. Í þáttunum hita hraðfréttadrengirnir Benedikt og Fannar upp fyrir mótið, hitta leikmenn landsliðsins og fá innsýn í líf þeirra innan og utan vallarins. e.
01:50Spánn - Japan(HM U20 kvenna í fótbolta)Bein útsending frá úrslitaleik HM U20 kvenna í fótbolta.